Að vera með góðansamstarfsaðila í netþjónustu er mikilvægt og því höfum alltaf lagt miklaáherslu á áreiðanlega og hraða þjónustu.
Hjá okkur getur þú fengið háhraðanettengingu með möguleika á varatengingu. Allar okkar lausnir eru hannaðareftir þörfum viðskiptavinar og eru öll okkar kerfi í vöktun.
Hver viðskiptavinur hefur sínareinstöku þarfir þegar kemur að tölvubúnaði. Þess vegna bjóðum við upp á sérsniðnarlausnir sem eru hannaðar til að mæta nákvæmlega þeim kröfum sem fyrirtækisetja.
Með því að greina þarfirviðskiptavinar getum við tryggt að þú fáir þann búnað sem þér finnst þægilegtað vinna með.
Við bjóðum upp á hágæða myndavélakerfi sem skilar framúrskarandi myndgæðum, hvort sem það er í dagsbirtu eða myrkri.
Með miðlægum búnaði er hægt að vera með aðgengi að öllu myndaefni í rauntíma á tölvu eða appi og auðvelt er að sækja upptökur þegar þess þarf.
Digital Signage eða starfrænt skilti er nútímanleg lausn sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að koma á framfæri skilaboðum á áhrifaríkan hátt.
Með stafrænum búnaði getur þú komið upplýsingum, auglýsingum eða jafnvel fræðsluefni á einfaldan og áhrifaríkan hátt í rauntíma.
Digital Signage gerir þér kleift að stýra mörgum skjáum samtímis og breyta uppsetningu eða efni á einfaldan hátt. Þú getur breytt skilaboðum á nákvæmlega þeim tíma sem þú vilt.
Sjónvarpslausnirnar okkar eru notendavænar og auðveldar gestum að tengja snjalltæki sín (eins og síma og spjaldtölvur) við sjónvarpið, sem gerir þeim kleift að streyma efni beint á sjónvarpið. Einnig geta gestir valið sér efni í gegnum streymisveitur eða línulega dagskrá.
Efni getur verið uppfært í rauntíma, sem veitir gestum nýjustu upplýsingar um viðburði, boð, og aðrar mikilvægar upplýsingar.
Til að lágmarka rekstur á tækjum hreinsa öll sjónvörp sig daglega í grunnstillingar og því þurfa gestir aldrei að skrá sig úr streymisveitum.